Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bifhjólamenn á ofsahraða á Reykjanesbrautinni
Miðvikudagur 30. júlí 2008 kl. 08:12

Bifhjólamenn á ofsahraða á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur næg verkefni við að stöðva ökufanta af ýmsu dagi. Í nótt var

ökumaður á bifhjóli sviptur ökuréttindum á staðnum. Hann mældist á 170 km/klst hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Aðrir tveir bifhjólamenn hunsuðu hámarkshraða og voru einnig teknir á Reykjanesbrautinni. Þeir mældust á 132 km/klst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Tveir ökumenn bifreiða voru loks stöðvaðir á Reykjanesbrautinni, líka fyrir of hraðan akstur annar á 129 og hinn á 116 km/klst.

 

Það er góðs viti að lögreglan nái þeim sem virða ekki umferðarlög og stofna lífi sínu og annarra í hættu með ofsaakstri. Reykjanesbrautin hefur tekið alltof mörg mannslíf og breytt lífsgæðum margra af ýmsum ástæðum. Við tvöföldun brautarinnar hafa akstursskilyrði batnað til muna en hámarkshraðinn er 50 km/klst til 90 km/klst og ekki af ástæðulausu.

 

Vonandi sjá þessir ökumenn að sér í framtíðinni og virði hámarkshraða á vegum landsins.