Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bifhjól og bíll í árekstri
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 09:21

Bifhjól og bíll í árekstri

Fimm ökumenn voru í gær kærðir af lögreglunni í Keflavík fyrir hraðakstur. Fjórir voru á Reykjanesbraut, þar af einn á 125 km hraða.
Þá var einn ökumaður stöðvaður á Garðvegi fyrir að aka á 115 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá varð árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Stekks milli bifhjóls og bifreiðar. Ökumaður bifhjólsins kvartað um eymsli í baki. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024