Bieber vildi vita hvernig er að búa í Keflavík
Söngvarinn Justin Bieber kom við á Subway við Hafnargötu í Keflavík í hádeginu í dag ásamt vinum sínum og lífvörðum Þar keypti söngvarinn 12 tommu kalkúnabát.
„Starfsmaðurinn sem afgreiddi hann er enn í sjokki,“ segir í stöðufærslu Subway á fésbókinni.
Frá Subway fór hann yfir götuna á Lemon og þaðan niður á göngustíg við sávarsíðuna þar sem söngvarinn lét taka af sér nokkrar myndir með Bergið og Faxaflóa í baksýn. Bieber ræddi þar við nokkra unga bæjarbúa og vildi m.a. vita hvernig væri að búa í Keflavík.
Frá Hafnargötunni var síðan haldið á Kaffitár í Innri Njarðvík þar sem keypt var rjúkandi kaffi.
Atli Már Gylfason, blaðamaður á DV, hitti Justin Bieber á svæðinu og fékk mynd af honum með sér og smellti inn á Instagram. Einkaviðtali er lofað á dv.is síðar í dag.