Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíður enn eftir virkjunarleyfi fyrir stækkun
Föstudagur 30. apríl 2010 kl. 08:37

Bíður enn eftir virkjunarleyfi fyrir stækkun


Virkjanaleyfi Reykjanesvirkjunar vegna stækkunar og uppsetningar nýrrar 50 megavatta aflvélar er enn ekki í höfn þrátt fyrir að aflvélin komi til landsins eftir um mánuð.
Reykjanesvirkjun framleiðir 100 MW á tveimur 50 MW vélum og hefur HS Orka óskað eftir virkjunarleyfi fyrir eina aflvél til viðbótar.
Viðskiptablaðið hefur eftir lögfræðingi Orkustofnunar að málið sé enn í vinnslu en ólíklegt sé að rammáætlunin svokallaða tefji fyrir leyfisveitingunni.

Sjá netfrétt Viðskiptablaðsins hér:
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Reykjanesvirkjun.