Biðst afsökunar á ummælum um sýslufulltrúa í Keflavík
Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, sem sakaði Árna H. Björnsson, sýslufulltrúa í Keflavík, um faglega vanhæfni á fréttavefnum Eyjunni um síðustu helgi hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Ummælin lét Hróbjartur falla í tölvupósti til Eyjunnar eftir að Árni synjaði beiðni hans um lögbann við starfsemi fyrirtækisins Skydigital.is í Keflavík. Á Eyjunni má lesa afsökunarbeiðnina og fleiri fréttir um málið.