Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Biðlisti í tónlistarskólann
Fimmtudagur 24. september 2009 kl. 10:09

Biðlisti í tónlistarskólann


Hundrað sextíu og sex nemendur eru á biðlista Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Mest er ásóknin í píanó,- fiðlu,- og gítarnám en þó er biðlisti í nám á flestöll hljóðfæri.
Alls sækja nú 402 nemendur forskólann og aðrir nemendur eru 368 talsins. Þetta kom fram á fundi Fræðsluráðs í síðustu viku.
Dregið hefur verið saman í stöðugildum og þar af leiðandi færri nemendur teknir inn í skólann vegna aðhalds í fjármálum. Einnig hefur verið dregið úr samspili, hljómsveitarstarfi og undirleik, segir í fundargerð ráðsins.  45 kennarar/stjórnendur starfa við skólann í 26,8 stöðugildum. Aðrir starfsmenn eru tveir í 1,75 stöðugildi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024