Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíða út vikuna með að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum
Laugardagur 29. ágúst 2015 kl. 05:00

Bíða út vikuna með að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum

- fjórtán uppsagnir enn til staðar

Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, ætla að bíða út vikuna með að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum til starfa hjá stofnuninni. Fimmtán hjúkrunarfræðingar sögðu upp störfum sínum í sumar í kjarabaráttu.

Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að sl. föstudag hafi ein af þessum fimmtán uppsögnum verið dregin til baka. Eftir standa því 14 hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum við stofnunina.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Halldór að hjúkrunarfræðingar væru þessa dagana að kynna sér kjör sín í kjölfar úrskurðar kjaradóms. Þessi vika fengi því að líða áður en ráðist yrði í að auglýsa lausar stöður á HSS.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024