Bíða spenntir eftir viðtalinu við Arnór Ingva í Hringbraut og vf.is
Ungir knattspyrnukappar hópuðust í kringum Arnór Ingva Traustason, atvinnuknattspyrnumann, þegar sjónvarpsmenn Víkurfrétta tóku viðtal við hann í Reykjaneshöllinni í gær. Arnór Ingvi er í stóru viðtali í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut í kvöld þar sem hann ræðir knattspyrnuuppeldið í Reykjanesbæ, atvinnumennskuna, landsliðsverkefni og barneignir.
Pjakkarnir sem fylgdust með upptöku á viðtalinu ætla allir að horfa annað hvort á Hringbraut eða vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30.