Bíða eftir að verkfallið leysist
Aðeins 230 tonnum var landað í Grindavík vikuna 8.-14.apríl, enda verkfall sjómanna í algleymingi og samningafundir hafa engum árangri skilað.
Að sögn Sverris Vilgberssonar hafnarstjóra voru það að mestu leyti smábátar sem skiluðu þessum afla á land og komu 45.2 tonn af handfærabátum. Þar var Sóla aflahæst með 4,4 tonn í 3 róðrum. Línubátar fengu 74 tonn og þar kom Hópsnes með mestan afla 10,8 tonn í þremur sjóferðum og af netabátum var Siggi Magg með mestan afla 22 tonn í þremur róðrum. Flestir tóku upp netin á miðvikudag og fóru í páskafrí.
„Afli eftir að net voru lögð eftir páskana lofar góðu og virðist víða vera vart við fisk og einnig hafa færabátar verið að reka í góðan afla. Nú þurfa menn að taka á honum stóra sínum til að leysa kjaradeiluna svo fleiri geti bjargað vertíðinni því sá tími styttist óðum sem von er á góðum afla, en venjulega fer aflavon að verða minni þegar líður að mánaðamótum apríl og maí“, segir Sverrir.
Að sögn Sverris Vilgberssonar hafnarstjóra voru það að mestu leyti smábátar sem skiluðu þessum afla á land og komu 45.2 tonn af handfærabátum. Þar var Sóla aflahæst með 4,4 tonn í 3 róðrum. Línubátar fengu 74 tonn og þar kom Hópsnes með mestan afla 10,8 tonn í þremur sjóferðum og af netabátum var Siggi Magg með mestan afla 22 tonn í þremur róðrum. Flestir tóku upp netin á miðvikudag og fóru í páskafrí.
„Afli eftir að net voru lögð eftir páskana lofar góðu og virðist víða vera vart við fisk og einnig hafa færabátar verið að reka í góðan afla. Nú þurfa menn að taka á honum stóra sínum til að leysa kjaradeiluna svo fleiri geti bjargað vertíðinni því sá tími styttist óðum sem von er á góðum afla, en venjulega fer aflavon að verða minni þegar líður að mánaðamótum apríl og maí“, segir Sverrir.