Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíða björgunar í biluðum bíl á Brautinni
Vegfarandi tók mynd af farþegum að stíga frá borði og lýsti aðstæðum þannig að töluvert hafi rokið úr bílnum.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2019 kl. 18:41

Bíða björgunar í biluðum bíl á Brautinni

Öllum farþegum var vísað út úr langferðabifreið á Reykjanesbraut nú síðdegis eftir að mikill reykur gaus upp í bílnum. Atvikið átti sér stað skammt innan við gatnamót að Vogum.

Vegfarandi tók mynd af farþegum að stíga frá borði og lýsti aðstæðum þannig að töluvert hafi rokið úr bílnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrar myndir frá vettvangi sýna að einhver vökvi hefur lekið úr bílnum. Nokkur slóð er á Reykjanesbrautinni og út í vegarkantinn þar sem rútan stöðvaði fyrst. Þar var svo stór pollur. Ekki er ljóst hvort vökvinn á veginum er olía eða kælivökvi.

Farþegarnir voru komnir upp í langferðabílinn að nýju og bílnum var ekið af stað en stöðvaðist á milli akreina á Reykjanesbrautinni á stað þar sem neyðarbílar nota til að komast á milli akbrauta.

Ekki hafði verið óskað aðstoðar slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja þegar Víkurfréttir spurðust fyrir um það nú áðan.

Eitthvað hefur lekið úr rútunni. Talsverð dökk slóð er að þeim stað þar sem hún stöðvaðist.

Rútan stopp og farþegar bíða þess að vera sóttir.