„Betur má ef duga skal"
Atvinnuástand á Suðurnesjum hefur farið versnandi undanfarna mánuði og eru ýmsar ástæður þar að baki. Samdráttur hefur átt sér stað í byggingageiranum og engar stórframkvæmdir í gangi. Þetta kemur fram í grein frá Katli G. Jósefssyni hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja.Sömuleiðis er vart samdráttar í útgerð og fyrirsjáanleg minnkun aflakvóta ef miðað er við undangengin ár. Sömu sögu er að segja af fluginu. Flugleiðir leggja niður flug til New York á komandi haustdögum sem kemur niður á fjölda starfsmanna hjá IGS (Flugþjónustan) sem er stór atvinnuveitandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta hefur keðjuverkandi áhrif sem kemur við ýmis konar þjónustu annarra aðila á svæðinu. Eins og staðan er í dag þá eru um 170 manns án atvinnu á Suðurnesjum, 106 konur og 62 karlar sem þýðir 1,7% á landsvísu.
Það blés ekki byrlega til að byrja með í vor í sambandi við sumarvinnu fyrir námsfólk 17 ára og eldra. Með elju og góðu samstarfi tókst að koma þessu fólki til starfa. Óvenjulega fá átaksverkefni eru í gangi á vegum bæjar- og sveitarfélaga í samvinnu við Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja í ár en reiknað er með að þeim fjölgi á komandi árum.
Sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta sótt um styrk til sérstakra verkefna sem eru unnin innan umdæmis svæðisvinnumiðlunar. Verkefnið má ekki vera í samkeppni við aðila í hliðstæðum atvinnurekstri á landsvísu. Hámarkstími í svona verkefni er áætlaður 6 mánuðir. Umsókn þarf að fylgja skriflegur ráðningarsamningur um kjör og starfslýsingu. Einnig þarf að fylgja lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun.
Fólk sem stendur í eldlínunni eða hefur áhuga og hugmyndir hvers konar er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja eða á vef Vinnumálastofnunar sem er www.vinnumalastofnun.is
Einhverjar blikur eru á lofti sem koma atvinnulífinu til góða. Má þar nefna fyrirhugaða stálröraverksmiðju sem á að rísa í Helguvík.
Það vantar fleiri veiðiheimildir og aukinn aflakvóta Suðurnesjamönnum til handa ef útgerð og fiskvinnsla eiga að haldast í hendur og skapa þá undirstöðu sem til þarf.
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jósefsson
Það blés ekki byrlega til að byrja með í vor í sambandi við sumarvinnu fyrir námsfólk 17 ára og eldra. Með elju og góðu samstarfi tókst að koma þessu fólki til starfa. Óvenjulega fá átaksverkefni eru í gangi á vegum bæjar- og sveitarfélaga í samvinnu við Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja í ár en reiknað er með að þeim fjölgi á komandi árum.
Sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta sótt um styrk til sérstakra verkefna sem eru unnin innan umdæmis svæðisvinnumiðlunar. Verkefnið má ekki vera í samkeppni við aðila í hliðstæðum atvinnurekstri á landsvísu. Hámarkstími í svona verkefni er áætlaður 6 mánuðir. Umsókn þarf að fylgja skriflegur ráðningarsamningur um kjör og starfslýsingu. Einnig þarf að fylgja lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun.
Fólk sem stendur í eldlínunni eða hefur áhuga og hugmyndir hvers konar er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja eða á vef Vinnumálastofnunar sem er www.vinnumalastofnun.is
Einhverjar blikur eru á lofti sem koma atvinnulífinu til góða. Má þar nefna fyrirhugaða stálröraverksmiðju sem á að rísa í Helguvík.
Það vantar fleiri veiðiheimildir og aukinn aflakvóta Suðurnesjamönnum til handa ef útgerð og fiskvinnsla eiga að haldast í hendur og skapa þá undirstöðu sem til þarf.
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jósefsson