Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 3. október 2000 kl. 15:56

Betri skólar og bættur árangur

Næstkomandi sunnudag á milli kl. 13 og 17, verður opið hús í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar, en frá og með 1. september sl. voru allir grunnskólar bæjarins einsetnir. Bæjarbúum er þá boðið að koma í heimsókn og skoða þær breytingar sem orðnar eru á húsnæði skólanna vegna einsetningarinnar. Bæjarstjórn hefur jafnframt ákveðið að gera nemendum skólanna dagamun með veitingum og ýmsum uppákomum á föstudaginn. Á laugardaginn verður síðan formleg vígsla Heiðarskóla og þá mun stýrihópur um einsetningu einnig skila af sér sínu verkefni. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri, segist vonast til að sem flestir bæjarbúar láti sjá sig á sunnudaginn og líti við í einn eða fleiri skóla. „Það er mjög gleðilegt að einsetning skólanna sé í höfn en nú eru allir skólar bæjarins sambærilegir. Ég vona að bætt aðstaða, fyrir kennara og nemendur, skili betri árangri“, segir Ellert.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024