Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Betri kjörsókn í Grindavík
Laugardagur 29. maí 2010 kl. 13:57

Betri kjörsókn í Grindavík


Í Grindavík höfðu 158 kjósendur greitt atkvæði núna kl. 12 á hádegi sem er 8,46% kjörsókn. Að sögn formanns kjörstjórnar er það ívíð meira en á sama tímapunkti í síðustu kosningum þegar rúm 7,7% höfðu kosið.
Kjörfundur hófst kl. 9 í morgun í Grunnskóla Grindavíkur. Alls kusu 140 utankjörfundar að þessu sinni sem er nokkru færra en fyrir fjórum árum, þá bárust 172 atkvæði utankjörfundar. Á kjörskrá í Grindavíkurbæ eru 1.867. Til samanburðar voru 1.543 á kjörskrá fyrir fjórum árum og fjölgaði því á kjörskrá um 324.

Mynd/www.grindavik.is – Frá kjörstað í Grindavík í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024