Betri aðgangur að skólakerfinu með nýrri tækni
Nemendur skólans hafa nú fengið aðgang að upplýsingakerfi framhaldsskóla, INNU. Hver nemandi hefur fengið aðgangsorð og getur þannig komist inn í kerfið á netinu og skoðað allar upplýsingar sem skráðar eru um hann í kerfið, t.d. stundatöflu, einkunnir, fjarvistir o.fl. Framhaldsskólarnir eru um þessar mundir að veita nemendum sínum þennan aðgang en við riðum á vaðið og hafa viðbrögð verið jákvæð og nemendur verið duglegir að kanna möguleikana sem þetta gefur. Þess má geta að foreldrar nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgangsorðið og fylgst þannig með ástundun og árangri barna sinna.Þetta er fyrsti skólinn sem fær þessa tengingu fyrir nemendur og erum við því að prufa þetta kerfi. Nemendur geta einnig komist inn á þetta úr hvaða tölvu sem er svo framarlega að hún sé Internet tengd. Nemendur hafa í dag sagt að þetta sé bylting og nú geti þau fylgst með t.d. fjarvistum sínum beint og þegar þeim hentar.
Einnig má geta þess að skólinn er kominn inn á háhraðanet framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðva og er nettenging skólans komin í 100 mbs. Með þeirri tengingu geta framhaldsskólar landsins keyrt þjónustur hjá hvor öðrum og engin munur er á því að opna skjá í Keflavík eða Selfossi svo dæmi sé tekið.
Einnig má geta þess að skólinn er kominn inn á háhraðanet framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðva og er nettenging skólans komin í 100 mbs. Með þeirri tengingu geta framhaldsskólar landsins keyrt þjónustur hjá hvor öðrum og engin munur er á því að opna skjá í Keflavík eða Selfossi svo dæmi sé tekið.