Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Besti dagur sumarsins á morgun - blautt í dag
Mánudagur 24. ágúst 2015 kl. 09:51

Besti dagur sumarsins á morgun - blautt í dag

Það stefnir í einn besta dag sumarsins á morgun með brakandi blíðu. Það verður hins vegar blautt í dag. Í veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Faxaflóasvæðið segir: Norðaustan 5-10 og rigning. Austan 8-13 eftir hádegi og léttir smám saman til. Líkur á síðdegisskúrum á morgun. Hiti 13 til 20 stig.

Á miðvikudag:
Vaxandi norðaustanátt, víða 10-15 m/s síðdegis en hægari vindur SV-lands. Talsverð rigning á A-verðu landinu þegar kemur fram á daginn, súld með köflum NV-til en bjartviðri á SV-landi. Rigning um allt land um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast SV-lands.

Á fimmtudag:
Norðaustan 10-15 m/s og rigning á Vestfjörðum. Annars mun hægari vindur og skúrir á víð og dreif, en rigning NA-lands um kvöldið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-til en kaldast við NV-ströndina.

Á föstudag:
Ákveðin norðanátt og víða rigning, en þurrt og bjart veður S-lands. Hiti 4 til 12 stig, kaldast NV-til, en 12 til 17 stiga hiti S-lands að deginum.

Á laugardag:
Norðlæg átt. Bjartviðri S-lands, annars skýjað og súld eða rigning á NA- og A-landi, en slydda til fjalla. Svalt í veðri, einkum fyrir norðan.

Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt þurrt.

Public deli
Public deli