Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Besta Vínbúðin þriðja árið í röð
Starfsfólk Vínbúðarinnar í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 19. mars 2015 kl. 09:00

Besta Vínbúðin þriðja árið í röð

Framúrskarandi viðmót, úrval og þjónusta í Reykjanesbæ.

„Þetta hvetur okkur til að standa okkur enn betur og við erum rosalega stolt af þessum góða árangri,“ segir Rannveig Ævarsdóttir, verslunarstjóri og Ari Lár Valsson aðstoðarverslunarstjóri  Vínbúðarinnar í Reykjanesbæ, en verslunin var valin besta vínbúðin í hópi stærri vínbúða á landinu þriðja árið í röð. 

Valið fer þannig fram að mældir eru 8 lykilþættir í rekstri verslunarinnar ásamt Gallup könnunum sem gerðar eru s.s. viðmóti starfsfólks og ánægju viðskiptavina með búðina og þjónustuna almennt. Vínbúðin í Reykjanesbæ skorar mjög hátt sérstaklega á síðustu tveimur sviðunum og er í raun mjög nálægt því að ná  fullu húsi stiga á skorkortinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig fær Vínbúðin hulduheimsóknir og er í samstarfi við sænskt fyrirtæki sem heitir Better Business. „Þau senda til okkar nokkrum sinnum í mánuði einstaklinga í kringum tvítugsaldurinn til að athuga hvernig staðið er að skilríkjaeftirliti í versluninni en það er eitt af helstu markmiðum vínbúðanna að sinna samfélagslegri ábyrgð með markvissu eftirliti,“ segir Rannveig.

Hjá Vínbúðinni í Reykjanesbæ starfa ellefu manns og starfsmannavelta er mjög lítil. „Þetta er  samheldinn og góður hópur og er það meginástæða þess hversu vel gengur. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa tekið vínskólann og Wset vínfræðingur er starfandi flesta daga vikunar. Einnig má geta þess að hægt er að panta allar vörur sem til eru inn á vinbudin.is og fá hana senda í Vínbúðina, en þessi þjónusta er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.“