Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Besta kosning meirihluta hingað til
Mánudagur 2. maí 2005 kl. 10:31

Besta kosning meirihluta hingað til

Meirihlutinn í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar getur prísað sig sælan um þessar mundir. Samkvæmt könnun síðustu viku hér á vf.is þá fékk sitjandi meirihluti í Sandgerði 55% atkvæða og myndi því halda velli ef gengið yrði til kosninga. Spurt var hvort fólk styddi sitjandi meirihluta í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar og voru alls 502 sem tóku þátt í könnuninni. Svörun var eftirfarandi:

Já 55%
Nei 45 %

Nú er hins vegar komin ný könnun hér inn á vf.is og að þessu sinni er spurt hvort fólk styðji við bakið á sitjandi meirihluta í bæjarstjórn Garðs. Að lokum verður svo spurt í næstu viku hvort fólk styðji við bakið á sitjandi meirihluta í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024