Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Besta ár Geimsteins frá upphafi - fimm titlar seldust upp
Laugardagur 1. janúar 2011 kl. 16:38

Besta ár Geimsteins frá upphafi - fimm titlar seldust upp

Níu titlar komu út hjá Geimsteini á árinu 2010 og fimm þeirra seldust upp fyrir jólin:

Þeir sem seldust upp voru Valdimar, Lifun, Blaz Roca, Selma og svo loks Jólaplata með Barnakór Kársnesskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er sennilega besta ár útgáfunnar frá upphafi,“ segir Baldur Guðmundsson hjá Geimsteini, sem var stofnaður 1976.

Eins og greint var frá hér á vf.is í gær átti Klassart mest spilaða lag ársins á Rás 2 en það var lagið Gamli grafreiturinn.

Söngur um lífið með Páli Óskari var í 6. sæti og Negril með Bjartmari og Bergrisunum í því 9. Ein stök ást með Lifun var síðan í 14. sæti.