Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Berserkur í Sólbrekkuskógi
Miðvikudagur 8. september 2004 kl. 11:50

Berserkur í Sólbrekkuskógi

Um helgina fannst stór berserkjasveppur í Sólbrekkuskógi þegar skógurinn var opnaður almenningi eftir umbætur sem gerðar voru á vegum verkefnisins Opinn skógur. Sveppurinn er stór eins og sjá má þegar tíu krónu peningurinn er borinn saman við sveppinn. Sveppurinn er kenndur við berserki sem forðum daga átu sveppinn til að koma sér í bardagaham. Sveppurinn er eitraður og stórhættulegur þegar hans er neytt.

Myndin: Tíu krónu peningurinn er lítill miðað við sveppinn. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024