Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Berjast fyrir dóttur sína
Fimmtudagur 3. mars 2011 kl. 09:46

Berjast fyrir dóttur sína

Fjölskylda Grindvíkingsins Astridar Rúnar Guðfinnsdóttur hefur í fimm ár barist fyrir því að fá viðurkennd læknamistök sem þau telja að dóttir þeirra hafi lent í á Landspítalanum eftir að hún brenndist illa í andliti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eftir árangurslausar tilraunir til að fá mistökin viðurkennd urðu vatnaskil í máli þeirra síðasta haust þegar sérfræðingur í lýtalækningnum, sem mat meðferðina eðlilega á sínum tíma, dró álit sitt til baka vegna nýrra gagna sem foreldrarnir hafa aflað.


Foreldrarnir Guðfinnur Friðjónsson og Lilja Bára Gruber hafa barist fyrir málstað dóttur sinnar undanfarin ár og víða komið að lokuðum dyrum. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.


Ítarlega var fjallað um þetta mál í Kastljósi í gærkvöldi. Þáttinn má nálgast hér.