Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Beraði sig og strauk getnaðarlim í Vatnaveröld
  • Beraði sig og strauk getnaðarlim í Vatnaveröld
Föstudagur 15. ágúst 2014 kl. 15:50

Beraði sig og strauk getnaðarlim í Vatnaveröld

– athæfið náðist á eftirlitsvélar í sundlauginni

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð um farbann yfir erlendum manni til 3. september nk. Maðurinn er búsettur hér á landi en hann er grunaður um að hafa berað sig og áreitt börn í Vatnaveröld í Reykjanesbæ þann 1. ágúst sl.

Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 6. ágúst sl. segir að 1. ágúst sl. hafi lögreglu borist tilkynning frá starfsmanni sundlaugarinnar í Reykjanesbæ um að fyrr um daginn hefði óþekktur aðili verið staðinn að því að bera sig fyrir framan börn sem hafi verið stödd í sundlauginni. Er lögregla hafi komið á vettvang hafi aðilinn verið farinn af vettvangi en lögreglumenn hafi fengið að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavél sundlaugarinnar. Við skoðun á upptökunum hafi mátt sjá aðila, sem staddur hafi verið í dýpri enda laugarinnar, bera sig og strjúka getnaðarlim sinn. Hafi mátt sjá börn að leik skammt frá þeim stað sem aðilinn hafi verið á.

Daginn eftir, 2. ágúst sl., hafi starfsmaður sundlaugarinnar haft samband við lögreglu á nýjan leik og kveðið aðilann vera staddan í sundlauginni. Hafi lögregla farið á staðinn og handtekið kærða. Hafi verið tekin skýrsla af kærða vegna málsins þar sem borin hafi verið undir hann meint blygðunarsemisbrot og kynferðisleg áreitni.

Við skýrslutökuna hafi kærði neitað að hafa áreitt börn í sundlauginni eða sýnt af sér óviðeigandi háttsemi gagnvart börnum í lauginni. Bornar hafi verið undir kærða myndir úr eftirlitsmyndavél sundlaugarinnar, meðal annars ljósmynd þar sem sjá hafi mátt að getnaðarlimur kærða hafi verið fyrir utan sundskýluna. Hafi kærði staðfest að um myndir af honum væri að ræða. Hafi kærði gefið þá skýringu að buxurnar væru of víðar og að hann hefði verið að setja getnaðarlim sinn inn undir buxurnar á þeim myndum sem bornar hafi verið undir hann. Hafi kærði jafnframt greint frá því að blöðruhálskirtill hans væri í ólagi og þess vegna þyrfti hann stundum að laga liminn eða snerta hann. Kvaðst kærða enn fremur líða illa yfir því sem gerst hefði og tekið fram að hann þyrfti að fá sér nýjar sundbuxur þar sem hans væru of stórar. Hafi kærða þá verið bent á að hægt væri að herða buxurnar um mittið með því að herða band í mitti buxnanna. Kvaðst kærði ekki hafa áttað sig á því.

Rannsókn málsins sé á frumstigi og hafi kærði verið yfirheyrður einu sinni vegna málsins. Lögregla eigi hins vegar eftir að taka skýrslur af meintum brotaþolum í málinu sem báðar séu fæddar árið 2005. Hafi lögregla þegar óskað eftir því að teknar verði skýrslur af þeim í Barnahúsi vegna ungs aldurs þeirra. Þá eigi lögregla eftir að taka skýrslu af þeim starfsmönnum sundlaugarinnar sem hafi verið á vakt í umrætt sinn og foreldrum meintra brotaþola. Rannsókn málsins sé því í fullum gangi.

Samkvæmt greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum keypti maðurinn flugmiða erlendis með brottför þann 22. ágúst nk. Vegna þess óskaði lögregla eftir farbanni sem hæstiréttur hefur nú staðfest. Farbannið gildir til 3. septbember kl. 16:00.

Sjá úrskurð hér.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024