Bensínverðstríð kemur Suðurnesjamönnum vel
Bensínstöðvar ÓB lækkuðu í morgun verð á 95 oktana bensíni úr 96.50 krónum í 92.50 eða um fjórar krónur til að svara verði Atlantsolíu sem selur 95 oktana bensín á sama verði. Það er því sannkallað verðstríð hafið hér á Suðurnesjum því bensínstöð Orkunnar að Fitjum lækkaði verði bensínlítrans úr 94.60 í 92.40 í dag.