Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bensínstríð á Suðurnesjum: ÓB jafnar Orkuna!
Mánudagur 16. september 2002 kl. 14:09

Bensínstríð á Suðurnesjum: ÓB jafnar Orkuna!

Svo virðist vera sem bensínstríð sé hafið á Suðurnesjum, neytendum til góða. Orkan opnaði nýja bensínstöð við Hagkaup á Fitjum í Njarðvík á laugardag og bauð þá þegar lægsta bensínverð á Íslandi, 89.90 kr. fyrir bensínlítrann og 39.90 kr. fyrir díesellítrann. ÓB-stöðin í Njarðvík hefur nú ákveðið að jafna verðið hjá Orkunni og býður bensínið á 89.90 og díesel á 39.90. Ekki hafa borist fréttir af viðbrögðum Orkunnar við þessu útspili ÓB en Orkan hefur auglýst að þeir ætli að vera lægstir í eldsneytisverði á Suðurnesjum.Talsvert hefur verið að gera á stöðvum Orkunnar og ÓB eftir að verðstríðið hófst. Við munum áfram fylgjast með því hver býður best og flytja fréttir af því jafnóðum.

Myndin: ÓB stöðin í Njarðvík hefur jafnað verðið hjá Orkunni og nú fæst ódýrasta bensín á Íslandi í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024