Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bensínsníkir á ferð í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 23. júní 2010 kl. 19:37

Bensínsníkir á ferð í Reykjanesbæ


Bensínsníkir nokkur sem fjölmiðlar hafa greint frá í vikunni, virðist hafa útvíkkað starfssvæði sitt. Hann hefur undanfarið reynt að hafa fé af fólki á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrradag náðist maður á mynd í öryggismyndavél bensínstöðvar Fitjatorgs við þessa sömu iðju. Maðurinn gefur sig á tal við fólk, ber sig aumlega og biður um pening fyrir bensíni svo hann komist til veikrar dóttur sinnar á Akranesi. Þessa sömu sögu notaði bensínsníkirinn á höfuðborgarsvæðinu.

Á myndskeiði sést maðurinn leggja bíl sínum við dælurnar. Hann gaf sig fyrst á tal við starfsmann bensínstöðvarinnar og bar upp erindi sitt. Þegar það bar ekki árangur sneri hann sér að viðskiptavini sem lagt hafði bíl sínum við bensíndælurnar. Það bar ekki heldur árangur svo hann hann sneri sér því næst að vélhjólamanni, sem var að dæla bensíni á hjólið sitt. „Manstu ekki eftir mér síðan á BSÍ um daginn?“ spurði vélhjólamaðurinn bensínisníki sem þá forðaði sér í burtu.

Efsta mynd - Maðurinn gefur sig á tal við viðskiptavin bensínstöðvarinnar og biður um pening fyrir bensíni...



...það bar ekki árangur. Hér gengur hann í áttina að vélhjólamanninum...



...og spyr hann um pening fyrir bensíni. Vélhjólamaðurinn sá við honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024