Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bensínlítil Corolla hvarf úr heimkeyrslu
Föstudagur 5. október 2012 kl. 09:28

Bensínlítil Corolla hvarf úr heimkeyrslu

Bifreið hvarf í nótt úr heimkeyrslu á heimahúsi í Reykjanesbæ en eigandinn tók eftir því í morgun og lagði í kjölfarið leið sína á lögreglustöðina í bænum og tilkynnti um þjófnaðinn.

Bifreiðin er af gerðinni Toyota Corolla og er rauð á litinn. Skráningarnúmerið er KI-830. Óvíst er að farið hafi verið langt á bifreiðinni en lítið bensín mun hafa verið á henni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum vill biðja þá sem hafa orðið bifreiðarinnar varir að hafa samband í síma 420-1800.