Bensín lækkar í kjölfar bensín-hamsturs
Fólk sem hamstraði eldsneyti í gærkvöldi virðist hafa verið tekið gjörsamlega í bólinu. Eldsneyti hefur nefnilega lækkað í dag, bensínið um allt að 11 krónur og diesel um allt að 13 krónur.
Mikil örtröð var á flestum bensínstöðvum í Reykjanesbæ í gærkvöldi og hamstraði fólk eldsneyti af ótta við gríðarlega hækkun í dag, sem reyndist þegar upp var staðið lækkun upp á um tug króna.