Benoný endurkjörinn í 20. skipti
Benoný Benediktsson var endurkjörinn formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var mánudaginn 26. apríl í húsi félagsins að Víkurbraut 46 í Grindavík. Jafnframt var stjórn félagsins öll endurkjörin. Það vekur athygli að Benoný var endurkjörinn í 20. skipti en hann er á 76. aldursári.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Benoný hag Verkalýðsfélags Grindavíkur vera góðann. Framundan er baráttudagur verkalýðsins og vegna þess munu konur úr stjórn félagsins sjá um kaffiveitingar á 1. maí eins og þær hafa gert með glæsibrag undanfarin ár. Opið hús verður hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur laugardaginn 1. maí kl. 14:30 til 17:00 og þá er kjörið fyrir Grindavíkinga að kíkja í kaffiveitingar hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Benoný hag Verkalýðsfélags Grindavíkur vera góðann. Framundan er baráttudagur verkalýðsins og vegna þess munu konur úr stjórn félagsins sjá um kaffiveitingar á 1. maí eins og þær hafa gert með glæsibrag undanfarin ár. Opið hús verður hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur laugardaginn 1. maí kl. 14:30 til 17:00 og þá er kjörið fyrir Grindavíkinga að kíkja í kaffiveitingar hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.