Benni Sæm GK fékk í skrúfuna
Dragnótarbáturinn Benni Sæm GK var dreginn til Keflavíkurhafnar í morgun eftir að hafa fengið dragnótina í skrúfuna. Það var Siggi Bjarna GK systurskip Benna Sæm sem dró hann til hafnar. Engin hætta var á ferðum og er Benni Sæm GK kominn til veiða á nýjan leik.
Myndin: Siggi Bjarna GK kemur með Benna Sæm GK til hafnar í Keflavíkurhöfn í morgun. Benni Sæm er farinn til veiða nýjan leik. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson.