Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Benchmark fær rekstrarleyfi fyrir eldi í Vogunum
Mánudagur 3. janúar 2022 kl. 06:09

Benchmark fær rekstrarleyfi fyrir eldi í Vogunum

Mat­væla­stofn­un hef­ur veitt Bench­mark Genetics Ice­land hf. rekstr­ar­leyfi til fisk­eld­is í Voga­vík í Vog­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar. Bench­mark (áður Stofn­fisk­ur) er komið langt áleiðis í bygg­ingu nýs hrogna­húss þar sem verða tíu þúsund eldisker.

Bench­mark sótti um nýtt rekstr­ar­leyfi vegna 500 tonna há­marks­líf­massa í seiða- og mat­fisk­eldi á laxi í Voga­vík í Vog­um. Um­sókn um nýtt rekstr­ar­leyfi var mót­tek­in þann 23. októ­ber 2020. Starf­sem­in er einnig háð starfs­leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar. Fram­kvæmd fyr­ir­tæk­is­ins fór í gegn­um mat á um­hverf­isáhrif­um í sam­ræmi við lög um mat á um­hverf­isáhrif­um.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024