Benchmark fær rekstrarleyfi fyrir eldi í Vogunum
Matvælastofnun hefur veitt Benchmark Genetics Iceland hf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Vogavík í Vogum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Benchmark (áður Stofnfiskur) er komið langt áleiðis í byggingu nýs hrognahúss þar sem verða tíu þúsund eldisker.
Benchmark sótti um nýtt rekstrarleyfi vegna 500 tonna hámarkslífmassa í seiða- og matfiskeldi á laxi í Vogavík í Vogum. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin þann 23. október 2020. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.