Beltagrafa rakst á húsvegg og braut hann
Útveggur íbúðarhúsnæðis í Reykjanesbæ brotnaði í vikunni þegar skófla á stórri beltagröfu rakst í hann. Verið var að rífa niður bílskúr í næsta nágrenni húsnæðisins þegar óhappið varð.
Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang sást að búið var að dælda bárujárn á einni hlið hússins. Er inn var komið reyndist veggurinn, sem var hlaðinn, hafa brotnað. Sá sem var að vinna á beltagröfunni taldi að hann hefði farið of nærri veggnum með ofangreindum afleiðingum.