Belginn handtekinn í morgun
Belginn, sem lögreglan hefur leitað að síðan í gær, fannst um sexleytið í morgun í miðbæ Keflavíkur. Hann reyndi að flýja undan tveimur lögregluþjónum sem hlupu hann uppi.
Maðurinn slapp úr vörslu lögreglunnar í gærkvöld þegar verið var að flytja hann á HSS í röntgenmyndatöku. Hann var handtekinn í Leifsstöð vegna gruns um að hann væri með fíkniefni innvortis. Maðurinn, sem er um tvítugt, á afbrotaferil að baki í Belgíu.
---
VFmynd/Hilmar Bragi - Lögregla leitaði mannsins m.a. í bílum á leið frá bænum.