Belfast er áttunda flugleið easyJet
Tvöhundruð þúsund farþegar til og frá Keflavík með félaginu á árinu 2014
easyJet, sem er eitt stærsta flugfélag Evrópu, hóf sl. föstudag flug á milli Íslands og borgarinnar Belfast á Norður-Írlandi en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á beint áætlunarflug á milli staðanna tveggja. easyJet starfrækir nú átta heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og er næstumsvifamesta flugfélagið hér á landi um þessar mundir.
Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á Airbus A319 sem tekur 156 farþega en um er að ræða eina beina flugið á milli Keflavíkur og N-Írlands. Búist er við að yfir 30.000 farþegar muni ferðast á milli staðanna tveggja fyrsta árið sem flugleiðin verður starfrækt. Farmiðar allt fram í október 2015 eru komnir í sölu á heimasíðu félagsins, www.easyJet.com en ódýrasta fargjaldið aðra leið er 6.375 kr. með sköttum.
Aðsókn erlendra ferðamanna til Íslands hefur aukist um rúm 40% undanfarin tvö ár og má það að hluta þakka auknu framboði á hagstæðum flugfargjöldum til landsins. easyJet mun nú bjóða upp á alls 26 flug til og frá Íslandi í viku hverri og er búist við að heildarfjöldi farþega á einu ári verði rúmlega 200 þúsund.
Yngsti farþeginn í jómfrúarfluginu klippti á borða
Til að fagna jómfrúarfluginu í var bökuð kaka fyrir farþega í fyrsta fluginu frá Keflavík. Ungur farþegi, íslenskur drengur, klippti á borðann ásamt áhafnarmeðlimi fyrstu vélarinnar. Drengurinn var í fylgd móður sinnar en þau voru á leið að heimsækja íslenska ættingja sína á Norður-Írlandi.
„Við erum mjög spennt fyrir því að hleypa af stokkunum fyrstu beinu flugleiðinni á milli alþjóðaflugvallarins í Belfast og Keflavíkurflugvallar. Okkur finnst að þessar borgir eigi að vera tengdar. Þetta er sérstaklega skemmtileg viðbót við þau flug sem við bjóðum nú þegar upp á frá Belfast vegna þess hve fjölbreytta afþreyingu og fallega náttúru er að finna á Íslandi og við erum fullviss um að þetta verði vinsæl viðbót við þær flugleiðir sem easyJet býður nú þegar upp á. Íslendingar munu líka vera ánægðir með þennan nýja valkost í beinu flugi stutt frá Íslandi. Okkar upplifun af íslenska markaðnum er að Íslendingar séu í auknum mæli að leita að styttri ferðum, borgarferðum, golferðum og verslunarferðum. Okkar nýju áfangastaðir bjóða upp á allt þetta,“ segir Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet í Bretlandi.
Boðið upp á skoðunarferðir um tökustaði Game of Thrones
Belfast tekur vel á móti ferðamönnum og þykir bjóða þeim upp á hagstætt verðlag á gistingu og afþreyingu. Mjög góðar samgöngur eru frá borginni um Norður-Írland. Borgin er rík af menningu, söfnum og tónlist en þykir einnig góð verslunarborg. Belfastbúar þykja upp til hópa vera vinalegir, hjálplegir og skemmtilegir. Eins konar óformlegt kjörorð borgarinnar lýsir bæði borginni og íbúum hennar vel: „Ef þér leiðist í Belfast þá ertu sjálfur leiðinlegur!“ Rétt eins og á Íslandi þá er Norður-Írland vinsæll tökustaðir fyrir sjónvarpsþætti og bíómyndir. Nær allar seríur Game of Thrones hafa verið teknar að stórum hluta í nágrenni Belfast-borgar og þaðan er boðið upp á skoðunarferðir um tökustaði þessar vinsælu þáttaraðar.“