Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 20. september 2003 kl. 19:57

Beittu djúpsprengjum gegn hvölum

Íslensk stjórnvöld fengu á sjötta áratugnum varnarliðið til að aðstoða sjómenn á Faxaflóa við að drepa háhyrninga sem ollu miklum spjöllum á reknetum sem notuð voru til síldveiða.

Sendir voru tveir vopnaðir hermenn með hverjum bát og áttu þeir að reyna að skjóta dýrin. Síðar var ákveðið að beita Neptune-eftirlitsflugvélum og var varpað djúpsprengjum á hvalavöður. Um borð í vélunum voru íslenskir leiðsögumenn. Í blaði varnarliðsins, The White Falcon, frá árunum 1956-1957, er sagt frá þessum atburðum og meðal annars bent á að með aðgerðunum sé stuðlað að aukinni velvild í garð Bandaríkjamanna á Íslandi. Fullyrt er að hundruðum háhyrninga hafi verið grandað með vel miðuðum djúpsprengjum. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Til gamans má geta þess að Víkurfréttir gefa út The White Falcon í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024