Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Beitarhólfið í Krýsuvík opnað við formlega athöfn
Föstudagur 10. júní 2005 kl. 18:39

Beitarhólfið í Krýsuvík opnað við formlega athöfn

Í dag var nýtt beitarhólf opnað með athöfn við Borgarhól í Krýsuvík. Um 40. manns voru mætt í blíðunni, bæði fjáreigendur frá Grindavík með fé til að sleppa sem og fjölmargir aðrir velunnarar Krýsuvíkur.

Bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, ávarpaði gesti og sleppti, ásamt nýkjörnum formanni fjáreigendafélags Grindavíkur, Valgerði frá Hrauni, fyrstu kindinni í hólfið. Ólafur, ásamt Herði Guðbrandssyni forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, bauð gestum léttar veitingar í tilefni dagsins. Viðstaddur var einnig Árni G. Svavarsson, girðingarmeistari og eigandi Girðis ehf., sem sá um framkvæmdina og hleypti rafmagni á girðinguna sem lokaverki.

Af vef Grindavíkurbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024