Beinþéttnimælingar í Lyfju
Í verslun Lyfju í Reykjanesbæ verða beinþéttnimælingar í dag og á morgun. „Þetta er einföld mæling sem tekur skamma stund og gott fyrir fólk upp úr miðjum aldri að gangast undir slíkt próf og fylgjast þannig með ástandi beina,“ segir Svavar Jóhannesson lyfsali í Lyfju í Keflavík. Tímapantanir eru í síma 421-6565.