Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Beindu sterkum leysibendi að lögreglubifreið
Miðvikudagur 16. apríl 2014 kl. 13:33

Beindu sterkum leysibendi að lögreglubifreið

Sterkum leysibendi var nýverið beint að lögreglubifreið í Keflavík. Lögreglumenn á Suðurnesjum voru við hefðbundið umferðareftirlit þegar þeir tóku eftir bifreið sem úr var beint grænum leysigeisla í allar áttir, þar á meðal að lögreglubifreiðinni. Bifreiðin var stöðvuð en fjórir menn sem í henni voru könnuðust ekki við að hafa verið við þessa hættulegu iðju. Það dugði þó skammt því á gólfi bifreiðarinnar fundu lögreglumennirnir leysibendi.
 
Lögregla ítrekar að athæfi af þessu tagi getur skapað mikla hættu, eins og dæmi eru um, sé leysigeislum beint að farartækjum í lofti eða á láði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024