Bein útsending frá fundi Reykjanesbæjar í Stapa í kvöld
Bein útsending verður frá íbúafundi Reykjanesbæjar um fjárhagsstöðu bæjarfélagsins í kvöld. Fundurinn hefst kl.20. Hægt verður að nálgast tengil á forsíðu vf.is og á reykjanesbaer.is til að fylgjast með fundinum.
Ráðgjafar KPMG munu kynna fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og tillögur til úrbóta. Þá verða leyfðar fyrirspurnir úr sal. Fundarstjóri er nýráðinn lögreglustjóri á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson.
Það er ekki ólíklegt að það verði þétt setnir pallarnir í Stapa í kvöld.