Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 18. apríl 2000 kl. 17:09

Bein leið, og gatan liggur greið!

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að bjóða Vegagerðinni að tryggja lánsfé að upphæð 10-15 milljónir króna, til að ljúka lagningu vegar á milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Vegagerðin hefur lagt fram útboð og í því kemur fram að veginum verði lokið 1. júlí 2001. Þessi framkvæmd mun hafa mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, hvað varðar uppbyggingu ferðamannaþjónustu, því Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024