Beiðni um þyrlupall synjað
- Hótel Keflavík óskaði eftir leyfi fyrir palli
Hótel Keflavík óskaði eftir viðræðum við Reykjanesbæ um þann möguleika að setja niður þyrlupall á lóðinni við Byggðasafnið á Vatnsnesi eða í nágrenninu. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar 8. mars síðastliðinn og var því synjað. Ráðið telur að ekki sé landrými fyrir þyrlupall á svæðinu, auk þess sem þar séu íbúðar- og atvinnuhúsnæði allt um kring. „Íbúar og starfsfólk yrði fyrir miklu áreiti vegna hávaðamengunar og slysahættu,“ segir í fundargerð ráðsins.