Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Beið sólarupprásar á þaki nýbyggingar
Sólarupprás við Keili.
Þriðjudagur 23. október 2012 kl. 09:47

Beið sólarupprásar á þaki nýbyggingar

Lögreglan á Suðurnesjum fékk um áttaleytið að morgni sunnudags tilkynningu þess efnis að karlmaður væri að spóka sig uppi á þaki á hálfbyggðu iðnaðarhúsnæði. Fylgdi sögunni, að óttast væri að hann væri ölvaður eða í annarlegu ástandi. Allt kom þetta heim og saman með staðsetningu mannsins, þegar lögregla kom á vettvang. Hann var uppi á nýbyggingunni og tjáði lögreglumönnunum að hann hefði ætlað að fylgjast með sólarupprás. Hann var vinsamlegast beðinn um að finna sér annan og öruggari stað til þess arna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024