Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Beðið eftir löndun
Mánudagur 13. september 2004 kl. 16:41

Beðið eftir löndun

Bátar voru í biðröð eftir að landa í Sandgerðishöfn í dag, en fjölmargir bátar eru bundnir við bryggjuna þessa dagana. Starfsmaður Sandgerðishafnar sagði í samtali við Víkurfréttir að septembermánuður væri rólegur og að smábátarnir væru rétt að byrja að hreyfa sig úr höfn. „Kvótaárið er rétt að byrja og það fer að lifna yfir þessu. Það er eitthvað að lifna yfir skötuselnum hjá minni netabátunum.“

Myndin: Tveir bátar bíða eftir löndun við Sandgerðishöfn í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024