Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 29. maí 2001 kl. 14:40

Beðið eftir kröfum í Thermo Plus

Stefán Bj. Gunnlaugsson, skiptastjóri Thermo Plus Europe á Íslandi segir að nú sé verið að bíða eftir að kröfur í bú félagsins skili sér inn. Kröfulýsingafrestur rennur út lok júlí, en ekki er enn ljóst hversu stórt gjaldþrotið er. Talað hefur verið um hundruð milljóna og jafnvel milljarð í því sambandi þegar tillit er tekið til skulda og innborgaðs hlutafjár. Stærstu kröfuhafar eru Kanadíski bankinn North Star sem hefur þóveðtryggingu í framleiðslutækjum í Reykjanesbæ og Sparisjóður Keflavíkur.visir.is greindi frá.
Tveir hópar hafa samkvæmt heimildum DV kannað möguleika á því að kaupa verksmiðjurekstur Thermo Plus til að hefja þar framleiðslu á kælibúnaði í bíla að nýju. Þar er um að ræða hóp í tengslum við Fjárfestingafélag Suðurnesja og annan hóp undir forystu Ragnars Sigurðssonar og Einars Inga Sigurbergssonar sem áttu upphaflegu hugmyndina að stofnun kælitækjaverksmiðjunnar Thermo Plus. Þeim var hinsvegar bolað þaðan út á sínum tíma.
Erfiðlega hefur gengið að fá botn í þetta mál, en meint svik og stórfelld vörusala af lager dótturfélagsins í Englandi, sem greint er frá annars staðar hér á Vísi.is, sem og í DV, er nú talið torvelda mjög sölu á umtalsverðu magni af framleiðsluvörum af lager félagsins hér heima. Að sama skapi hefur það dregið úr
áhuga manna fyrir að ganga inn í félagið. Skiptastjóri leggur áherslu á að selja fyrirtækið í einu lagi sem starfhæfa einingu að öðrum kosti séu tæki og búnaður harla lítils virði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024