Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

BAUN auki lífsgæði og vellíðan barna og íbúa
Mánudagur 27. mars 2023 kl. 06:21

BAUN auki lífsgæði og vellíðan barna og íbúa

Undirbúningur fyrir BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er hafin og fer hún fram dagana 27. apríl til 7. maí. Yfirmarkmið Baunarinnar er að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa. Þrjú meginverkefni hátíðarinnar eru Listahátíð barna í Duus safnahúsum, Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa og BAUNabréfið, sem er leiðarvísir fyrir börn og fjölskyldur að margskonar skemmtilegum verkefnum.

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki að huga sérstaklega að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili og bjóða upp á dagskrá, viðburði, fræðslu, tilboð eða annað sem við á og tengja sig þannig við hátíðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024