Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Baujan frá Sandgerði strandaði á Garðskagaflös
  • Baujan frá Sandgerði strandaði á Garðskagaflös
Föstudagur 28. mars 2014 kl. 10:46

Baujan frá Sandgerði strandaði á Garðskagaflös

– sótt á rússneskum ofurtrukki Ægismanna

Innsiglingarbauja frá Sandgerði slitnaði upp eftir að siglt var á hana í gær. Baujuna tók þá að reka, þar til hún strandaði á Garðskagaflös í gærkvöldi.

Björgunarsveitin Ægir í Garði var kölluð til og fór hún á rússneskum ofurtrukki sveitarinnar í Garðskagaflösina í morgun. Ljósabúnaður var skrúfaður af baujunni og hún síðan dregin upp í fjöruna við gamla vitann á Garðskaga. Þangað kemur svo bíll með krana og sækir baujuna og kemur henni til Sandgerðis.

Meðfylgjandi myndir tóku félagar í Björgunarsveitinni Ægi nú í morgun af björgunaraðgerðum.

VF-myndir: Baldvin Þór Bergþórsson






 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024