Bátur tekinn með of smáa möskva í veiðarfærum
Landhelgisgæslan kærði á laugardag skipstjórnanda dragnótarbátsins Sólfara ÁR-11 fyrir að stunda veiðar með of smáriðna möskva í veiðarfærum. Varðskipsmenn fóru um borð í bátinn út af Stóru-Sandvík á Reykjanesi og mældu veiðarfærin. Að því loknu var skipstjóra bátsins gert að fara í land og kom báturinn til lands skömmu síðar í Grindavík. Lögreglan lagði hald á poka dragnótarinnar og fer með framhaldsrannsókn málsins. Morgunblaðið greindi frá.