Bátur sökk í Keflavík
Nú fyrir stundu sökk 12 tonna bátur í höfninni í Keflavík. Björgunarsveitarmenn höfðu barist við að halda honum á floti en of mikill leki var kominn að bátnum þannig að þær tilraunir báru ekki árangur.
Mikill sjógangur er í höfnum í óveðrinu sem nú geysar á Suðurnesjum. 180 tonna bátur slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn í morgun og rak upp í fjöru. Björgunarsveitum tókst að koma honum aftur að bryggju.
Vindhraðinn hefur verið að ná upp í 37 metra á sekúndu í hviðum samkvæmt mælum á Keflavíkurflugvelli.
Vf-mynd/Hilmar - Tekið rétt áður en báturinn sökk í höfninni