Bátur sigldur á kaf í Sandgerðishöfn
Fimmtíu tonna bátur, Hólmsteinn GK, er nú á botni Sandgerðishafnar eftir að skip sigldi á hann nú undir kvöld. Engan sakaði við áreksturinn. Umræddur bátur hefur legið við festar í höfninni undanfarin tvö ár en hann hafði verið færður Sveitarfélaginu Garði að gjöf sem safngripur. Til stóð að gera hann upp sem slíkan.
Lögregla og slökkvlið var kallað út en lítið var hægt að gera þar sem báturinn var sokkinn þegar þeir komu á vettvang en hann mun hafa sokkið mjög hratt.