Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bátur losnaði í smábátahöfninni
Sunnudagur 30. desember 2007 kl. 15:15

Bátur losnaði í smábátahöfninni

Bátur losnaði í smábátahöfninni í Gróf í Keflavík rétt fyrir hádegið. Lögregla og Björgunarsveitin Suðurnes voru kölluð á staðinn. Björgunarmönnum tókst að koma böndum á bátinn áður en hann losnaði alveg frá bryggju rak upp í grjót. Meðfylgjandi mynd var tekin í Grófinni þegar menn höfðu komið böndum á bátinn og voru að undirbúa næsta verkefni, sem var fok á vinnuskúr í Ásahverfi í Reykjanesbæ. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024