Bátur í Grindavík upp í fjöru
Rétt fyrir klukkan tíu á sunnudagsmorgun varð bátur vélarvana í höfninni í Grindavík þar sem verið var að færa bátinn Guðbjörgu GK-517 frá Eyjabakka að Miðgarði. Á leiðinni að Miðgarði drapst á vél bátsins með þeim afleiðingum að Guðbjörgin rakst með framendan á Þröst GK sem lá við festar. Guðbjörgina rak síðan upp í fjöru norður af Miðgarði, en hafnsögubátur náði að draga bátinn úr fjörunni. Báðir bátarnir skemmdust nokkuð við áreksturinn.