Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Batnandi afkoma Sveitarfélagsins Voga
Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 11:00

Batnandi afkoma Sveitarfélagsins Voga

Afkoma Sveitarfélagsins Voga á síðasta ári var talsvert hagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins. Þar segir að reksturinn hafi gengið vel á síðasta ári og að rekstrarniðurstaða A hluta hafi verið jákvæð um 25,5 milljónir króna. Niðurstaða B hluta var hagstæð um 30,3 milljónir. Á vefnum segir að bætta afkomu megi meðal annars rekja til hækkunar á útsvarstekjum á árinu.

Launakostnaður Voga hækkaði umtalsvert í kjölfar nýrra kjarasamninga á vinnumarkaði síðla árs 2015, sem að hluta til var mætt með auknum útsvarsteknum. Annar rekstrarkostnaður var í ágætu jafnvægi við upphaflegu áætlun þegar á heildina er litið.

Public deli
Public deli

Sveitarfélagið uppfyllir nú skilyrði þau sem sett eru í fjármálareglum sveitarstjórnarlaganna, bæði hvað varðar jöfnuð í rekstri og skuldahlutfall, sem var 71,3 prósent í lok árs 2015.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær. Bæjarstjórnarmenn lýstu ánægju sinni með árangurinn sem náðist í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári og færðu starfsfólki þakkir fyrir þeirra framlag við að tryggja góðan rekstur Sveitarfélagsins Voga.